Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. júlí 2020 15:30
Innkastið
Arnar Grétars byrjar vel hjá KA - Gerir hann lengri samning?
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Grétarsson hefur byrjað vel í starfi sem þjálfari KA en hann tók við liðinu af Óla Stefáni Flóventssyni í síðustu viku. KA vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Gróttu um síðustu helgi og á miðvikudag gerði liðið markalaust jafnefli við FH á útivelli.

„Tvö hrein lök í tveimur leikjum, frábærlega gert. Óli Stefán Flóventsson þykir varnarsinnaður sömuleiðis og það var ekki alveg það sama að gerast þar," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Stuðningsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar eru ekki að fara að sjá neinar flugeldasýnnigar, sérstaklega ekki til að byrja með þegar Arnar Grétars er að stilla þetta af. Hann er mjög drillaður þjálfari og kemur liðum í skipulag. Blikar fengu á sig tólf mörk á einu tímabili hjá honum og það var ekki hægt að skora hjá þeim til að bjarga lífi sínu."

Arnar samdi út tímabilið til að byrja með en í Innkastinu var rætt um það hvort hann gæti framlengt þann samning.

„Kannski hefur hann ekki svakalegan áhuga á að búa þarna og vildi aðeins auglýsa sig í deildinni. Það er kominn smá tími síðan hann var síðast að þjálfa. Hann hefur verið svolítið lengi frá miðað við hvað hann gerði í þessari deild," sagði Tómas Þór.

Næsti leikur KA er gegn Íslandsmeisturum KR á Greifavellinum á sunnudaginn.

Hér að neðan má hlusta á umræðuna í Innkastinu.
Innkastið - Titringur í Breiðabliki og Stjarnan getur unnið mótið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner