Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 24. júlí 2021 20:05
Victor Pálsson
Mane: Vá, þvílíkt tímabil sem þetta verður fyrir okkur
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, er svo sannarlega spenntur fyrir komandi tímabili en enska deildin hefst um miðjan ágúst.

Mane hefur oft spilað betur en á síðustu leiktíð og var hann töluvert gagnrýndur fyrir sína frammistöðu sem og aðrir leikmenn Liverpool.

Leikmenn á borð við Virgil van Dijk og Joe Gomez eru að snúa aftur eftir erfið meiðsli og er Senegalinn gríðarlega bjartsýnn fyrir tímabilinu.

„Já mér líður betur, ég held að það sé mikilvægt fyrir leikmann að fá smá frí því þetta er í fyrsta sinn sem ég fær fjögurra vikna frí eða meira síðan ég kom til Liverpool," sagði Mane um að fá smá auka frí í sumar.

„Ég gat séð það frá fyrsta degi að allir eru í standi sem var ótrúlegt að sjá! Ég er ekki að kvarta yfir einni eða tveimur vikum í fríi en ég held að það hjálpi að fá lengri tíma."

„Ég held að allir séu spenntir fyrir tímabilinu. Sem leikmenn þá verðum við eins og stuðningsmenn að sjá leikmennina koma aftur til æfinga í frábæri standi og hugsum bara 'vá!'

„Ég spyr Virgil van Dijk og Joe Gomez hvernig þeim líður eftir hverja æfingu því að fá þá aftur í liðið er magnað."

„Ég held að þú getir séð brosið á strákunum og hugsað með þér 'Vá, þvílíkt tímabil sem þetta verður fyrir okkur.'
Athugasemdir
banner
banner
banner