Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 24. september 2020 14:07
Elvar Geir Magnússon
Llorente gerði fjögurra ára samning við Leeds (Staðfest)
Llorente mun klæðast treyju númer 14.
Llorente mun klæðast treyju númer 14.
Mynd: Leeds United
Leeds United hefur keypt spænska landsliðsvarnarmanninn Diego Llorente frá Real Sociedad fyrir 18 milljónir punda.

Hann mun veita núverandi miðvarðapari Leeds, Robin Koch og Liam Cooper, samkeppni.

Llorente er 27 ára og getur einnig spilað á miðjunni.

Leeds vann Championship-deildina á síðasta tímabili en félagið hefur í þessum glugga keypt framherjann Rodrigo frá Valencia, Koch frá Freiburg og fyrrum vængmann Wolves, Helder Costa.

„Það var erfið ákvörðun fyrir mig og fjölskyldu mína að yfirgefa Sociedad en ég hef tekið þá ákvörðun sem ég tel að sé best fyrir minn feril," segir Llorente.

„Ég get orðið betri leikmaður undir Marcelo Bielsea og það er heiður að fá að læra af honum."

Leeds hefur fengið á sig sjö mörk í fyrstu tveimur úrvalsdeildarleikjum sínum, liðið tapaði 4-3 fyrir Liverpool og vann svo Fulham með sömu markatölu.

Llorente hefur spilað fimm landsleiki fyrir Spán.
Athugasemdir
banner
banner
banner