Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 24. september 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Býst við að Zinedine sé ánægður
Velska stórstjarnan Gareth Bale gekk aftur í raðir Tottenham á lánssamningi dögunum eftir sjö ár hjá Real Madrid.

Samband Bale við Real Madrid er ekki sérlega gott og eru félagaskipti hans til Tottenham því talin jákvæð fyrir alla aðila, en framherjinn er samningsbundinn Spánarmeisturunum til 2022.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var spurður út í félagaskiptin og talaði þar um að Zinedine Zidane, þjálfari Real, væri eflaust ánægður með að Bale hafi fært sig um set.

„Ég talaði ekki við Zinedine en ég býst við að hann sé ánægður með að Bale sé farinn," sagði Mourinho og uppskar bældan hlátur frá fréttamanni.

„Við erum ánægðir að hafa fengið hann til okkar og Gareth er auðvitað ánægður með að vera kominn. Vonandi verða allir áfram ánægðir í lok tímabils og þá getur hann verið áfram hjá okkur.

„Hann er virkilega ánægður með að vera hér og það skiptir höfuðmáli í fótbolta. Ég finn það sjálfur, maður verður að vera hamingjusamur til að standa sig í starfinu."


Bale er meiddur og verður ekki liðtækur fyrr en eftir næsta landsleikjahlé í október. Mourinho býst við að hann nái sér að fullu eftir meiðslin.

„Hann þarf smá tíma áður en hann getur spilað fótbolta en ég er mjög ánægður með hvernig hann stendur sig á æfingum. Það veitir mér aukna trú um að hann muni sýna allt sem í sér býr þegar hann kemur til baka."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner