Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
„Þetta er risastórt dæmi"
Tindastóll í fyrsta skipti upp í Pepsi Max-deildina
Tindastóll spilar í fyrsta skipti í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.
Tindastóll spilar í fyrsta skipti í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tindastóll tryggði sér í gær sæti í Pepsi Max-deild kvenna í fyrsta skipti í sögunni. Tindastóll vann Völsung 4-0 í gær og er búið að tryggja sætið í Pepsi Max-deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir Lengjudeildinni.

„Þetta er risastórt dæmi og þetta er mjög sjarmerandi. Mér finnst þetta geggjað," sagði Aníta Lísa Svansdóttir í Heimavellinum í gær.

„Það eru ótrúlega margar góðar þarna sem er spennandi að fylgjast með. Þetta er sjarmerandi landsbyggðardæmi," sagði Aníta.

Murielle Tiernan hefur dregið vagninn í markaskorun hjá Tindastóli en hún hefur skorað 22 af 43 mörkum liðsins í sumar. Murielle er á sínu þriðja tímabili á Sauðárkróki en hún hefur ítrekað hafnað tilboðum frá öðrum íslenskum félögum.

„Hún sagði nei við öll lið í deildinni í vetur og það er eins gott að hún fái ekki tilboð utan úr heimi í vetur," sagði Mist Rúnarsdóttir í Heimavellinum.

Keflavík og Haukar eru að berjast um 2. sætið í Lengjudeildinni en þessi lið eiga eftir að mætast tvívegis í innbyrðis viðureignum og sú fyrri er á dagskrá í kvöld.

Hér að neðan má hlusta á Heimavöllinn.

Sjá einnig:
Jón Stefán: Væri galið ef heimastelpurnar myndu ekki fá tækifæri í efstu deild
Heimavöllurinn: Sara jafnar leikjametið og ungar gripu gæsina
Athugasemdir
banner
banner