Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, og Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, náðu ekki markmiðum sínum með liðin í sumar en þau féllu út í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni um síðustu helgi.
Félög í Bestu-deildinni eru þó að horfa til þeirra beggja og Sigurvin hefur verið orðaður við FH hann var aðstoðarþjálfari FH 2022-23. Auk þess spilaði hann fyrir FH á sínum tíma.
Jóhannes Karl Guðjónsson, sem þjálfar danska liðið AB, er einnig sagður á blaði FH. Ekki hefur verið rætt við Heimi Guðjónsson, núverandi þjálfara, um framhaldið og sögusagnir verið í gangi um að þjálfaraskipti verði í Hafnarfirðinum.
Valur mun líka hafa áhuga á Sigurvin. Ekki er vitað hvort Túfa, Srdjan Tufegdzic, verði áfram með Val eftir tímabilið en þau mál verða væntanlega skoðuð þegar því lýkur.
Félög í Bestu-deildinni eru þó að horfa til þeirra beggja og Sigurvin hefur verið orðaður við FH hann var aðstoðarþjálfari FH 2022-23. Auk þess spilaði hann fyrir FH á sínum tíma.
Jóhannes Karl Guðjónsson, sem þjálfar danska liðið AB, er einnig sagður á blaði FH. Ekki hefur verið rætt við Heimi Guðjónsson, núverandi þjálfara, um framhaldið og sögusagnir verið í gangi um að þjálfaraskipti verði í Hafnarfirðinum.
Valur mun líka hafa áhuga á Sigurvin. Ekki er vitað hvort Túfa, Srdjan Tufegdzic, verði áfram með Val eftir tímabilið en þau mál verða væntanlega skoðuð þegar því lýkur.
Gunnar Heiðar hefur gert frábæra hluti með Njarðvík. Félög í Bestu deildinni horfa til hans en hann verið orðaður við ÍA. Skagamenn eru að berjast fyrir lífi sínu í efstu deild og þjálfaramálin þar eru í óvissu. Lárus Orri Sigurðsson stýrir ÍA út tímabilið og óvíst hvort hann haldi áfram en hann er búsettur á Akureyri.
Einnig er óvissa um þjálfaramál Vestra en samingur Davíðs Smára Lamude rennur út eftir tímabilið.
Athugasemdir