Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 24. október 2021 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Bordeaux vill ekki hafa Svövu - „Nei, engin ástæða"
Icelandair
Svava fagnar marki sínu gegn Tékklandi.
Svava fagnar marki sínu gegn Tékklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava fær ekkert að spila með Bordeaux í Frakklandi og er að skoða sína möguleika.
Svava fær ekkert að spila með Bordeaux í Frakklandi og er að skoða sína möguleika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staða Svövu Rósar Guðmundsdóttur hjá Bordeaux í Frakklandi er alls ekki góð.

Hún sagði frá þessu á fréttamannafundi rétt áðan. Svava, sem er 25 ára gömul, gekk í raðir Bordeaux fyrr á þessu ári. Eftir að nýr þjálfari, Patrice Lair, tók við hefur hún engin tækifæri fengið.

„Auðvitað myndi ég vilja spila meira. Þetta er búið að vera upp og niður síðan ég kom. Ég meiddist og svo skiptum við um þjálfara. Eftir það, þá hef ég lítið sem ekkert spilað. Stundum er það bara þannig að þjálfarinn fílar mann ekki. Ég hef talað við hann og það er ekkert sem ég get gert til að breyta hans skoðun," sagði Svava.

„Hann vill ekki rosalega mikið hafa mig þarna. Hann er búinn að mynda sína skoðun á mér og það er ekkert sem ég get gert til að breyta henni."

Hún segist ekki hafa fengið neina ástæðu fyrir þessu frá honum. „Nei, engin ástæða. Hann kemur þarna inn og var búinn að mynda sér skoðun fyrir það. Við erum ekki búin að vera með hann í langan tíma. Hann byrjaði um miðjan ágúst held ég."

Svava var þá spurð hvort hún væri ekki að líta í kringum sig að reyna að finna nýtt félagslið. „Jú. Ég ætla að sjá til hvernig þetta verður í nóvember og desember. Ég vil fá að spila og verð að skoða hvaða möguleikar eru í boði."

Gott að koma til móts við landsliðið
Svava átti góða innkomu gegn Tékklandi þar sem hún skoraði. Hún fékk skilaboð frá þjálfaranum eftir leikinn, en er ekki vongóð um að fá tækifæri með félagsliði sínu eftir það. Hún segir það gott að koma til móts við landsliðshópinn þegar staðan er ekki góð hjá félagsliðinu.

„Ég er glöð með allar þær mínútur sem ég fæ að spila. Það var líka fínt að pota inn einu marki inn," segir Svava. „Við eigum enn mikla möguleika í riðlinum. Við getum strítt Hollandi og fleiri af þessum liðum. Við eigum mikinn séns að komast á HM."

„Það er alltaf svo gaman með þessum stelpum. Það gerir mikið fyrir mann að komast í nýtt andrúmsloft," sagði þessi öflugi framherji jafnframt.
Athugasemdir
banner
banner