Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. nóvember 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María spáir í Portúgal - Gana
Sandra María fagnar marki.
Sandra María fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Seinni leikur dagsins í H-riðlinum á HM fer fram klukkan 16:00 þegar Portúgal mætir Gana.

Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA í Bestu deild kvenna, spáir í leikinn.

Þrátt fyrir að vera þessi mikla fótboltaþjóð hefur Portúgal aðeins tvívegis komist í undanúrslit á HM; 1966 og 2006. Í Rússlandi fyrir fjórum árum féll Portúgal út í 16-liða úrslitum gegn Úrúgvæ en liðin eru einmitt saman í riðli i þessari keppni.

Portúgal 1 - 1 Gana
Þrátt fyrir að Portúgal sé hærra skrifað en Gana ætla ég að spá jöfnum og baráttumiklum leik.

Það mun taka Portúgal góðan tíma að brjóta ísinn, en Ronaldo ætlar að sanna og sýna þau gæði sem hann hefur á HM og kemur því sínum mönnum yfir. Í takti við mörg óvænt úrslit á HM hingað til, ætla ég hins vegar að spá að Gana jafni leikinn seint í seinni. Lokatölur 1-1 og Gana menn taka sterkt stig með sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner