Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   mið 24. desember 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
„Klopp myndi elska það að taka við enska landsliðinu“
Mynd: EPA
John Arne Riise, fyrrum leikmaður Liverpool á Englandi, segir að Jürgen Klopp væri einn daginn til í að taka við enska landsliðinu.

Klopp stýrði síðast Liverpool og vann þar fjölda titla, en áður hafði hann náð mögnuðum árangri með bæði Borussia Dortmund og Mainz.

Hann tók við sem yfirmaður fótboltamála hjá RedBull í byrjun ársins, en Riise, sem lék með Liverpool frá 2001 til 2008, er á því að hann taki einn daginn við landsliði.

„Ef hann snýr aftur þá held ég að hann taki við landsliði. Ég er ekki viss um að hann vilji snúa aftur í félagsliðaboltann. Hann myndi elska að taka við enska landsliðinu á einhverjum tímapuntki, en ég sé hann frekar sem landsliðsþjálfara en stjóra því það er ekki jafn mikil ákefð þar.“

„Klopp elskar lífið og það sem hann er að gera. Hann hefur ástríðuna fyrir öllu því sem hann gerir. Ég myndi elska það að sjá hann snúa aftur, bara út af orkunni og hvernig manneskja hann er, en á sama tíma er arfleifð hans á svo háum stalli núna. Hann hefur gert vel fyrir Dortmund og Liverpool, og ég bara get ekki séð hann gera betur en það hjá öðru félagi. Þannig ég held að hann sé bara ánægður með það sem hann gerði og er að gera. Ég hedd líka að það hafi kostað hann bæði andlega og líkamlega að stýra Liverpool því hann lagði líf og sál í það. Öll orkan fór í það,“
sagði Riise við CasinoStugan.
Athugasemdir
banner
banner