Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   mið 24. desember 2025 17:59
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Lár í Þrótt R. (Staðfest)
Sigurður Egill er kominn í hvítt og rautt
Sigurður Egill er kominn í hvítt og rautt
Mynd: Þróttur R.
Jólagjöf Þróttara er komin í hús en félagið tilkynnti nú rétt í þessu að SIgurður Egill Lárusson sé genginn í raðir félagsins og mun spila með liðinu á komandi tímabili.

Sigurður Egill er 33 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem þarf ekki að kynna fyrir áhugamönnum um íslenskan fótbolta.

Hann ólst upp hjá Víkingi en fór ungur að árum í Val og spilaði með liðinu frá 2014 og út þetta tímabil. Hann er leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild og vann þar þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla.

Þróttarar greindu frá því í kvöld að hann hafi skrifað undir samning við félagið og fær hann leikheimild með liðinu í febrúar þegar félagaskiptaglugginn opnar.

Sigurður á skráða 565 leiki og 116 mörk í öllum keppnum og því mikill fengur fyrir Þróttara sem komust í umspil um sæti í Bestu deildina á síðasta tímabili, en töpuðu í undanúrslitum.

„Sigurður Egill hefur verið í fremstu röð knattspyrnumanna á Íslandi um árabil og það er mikill fengur að honum í okkar raðir. Leikmenn með reynslu sem þessa, viðhorf og metnað eru sannarlega ekki á hverju strái og við trúum því að hæfileikar hans nýtist vel í þeirri knattspyrnu sem Þróttur leggur áherslu á. Með komu Sigurðar fær Þróttur í sínar raðir leiðtoga sem við teljum að muni skila miklu til félagsins, jafnt innan sem utan vallar. Við Þróttarar bjóðum Sigurð velkominn í Laugardalinn,“ sagði Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, um kom Sigurðar.

Sigurður á 2 A-landsleiki að baki og átján leiki með yngri landsliðum Íslands.



Athugasemdir
banner
banner