Sóknarmaðurinn Oh Hyeon-Gyu lék sinn fyrsta landsleik fyrir Suður-Kóreu þegar hann kom af bekknum í vináttulandsleik gegn Íslandi í nóvember. Suður-Kórea vann leikinn 1-0.
Hyeon-Gyu er nú kominn til Celtic í Glasgow, toppliðs skosku úrvalsdeildarinnar. Þessi 25 ára leikmaður kemur frá Suwon Samsung Bluewings í heimalandinu og gerir fimm ára samning við Celtic.
„Hann er einmitt sóknarmaðurinn sem ég vildi fá inn í hópinn, hann mun passa vel inn. Hann er ungur og hæfileikaríkur, hungraður og tilbúinn að taka næsta skref á ferlinum," segir Ange Postecoglou, stjóri Celtic.
Celtic er með níu stiga forystu á erkifjendur sína í Rangers í skosku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir