fim 25. febrúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Balotelli henti pílum í Gunnar Nielsen og félaga
Mario Balotelli.
Mario Balotelli.
Mynd: Getty Images
Gunnar Nielsen, markvörður FH, var á mála hjá stórliði Manchester City á árunum 2009 til 2012. Þar kynntist hann meðal annars framherjanum skrautlega Mario Balotelli.

Gunnar er gestur í hlaðvarpsþættinum „Draumaliðið" hjá Jóhanni Skúla Jónssyni í þessari viku þar sem hann ræðir meðal annars um tíma sinn hjá Manchester City.

Ýmsar skrautlegar sögur eru til af Balotelli og Gunnar kom með eina slíka.

„Ég man eftir einu atriði þar sem við í varaliðinu vorum að gera armbeygjur og core æfingar. Allt í einu byrjaði hann að kasta pílum," sagði Gunnar en Balotelli hafði þá náð í pílur sem leikmenn notuðu til að leika sér í pílukasti.

„Þetta lenti einhversstaðar random í kringum okkur og sem betur fer lenti þetta ekki í einhverjum leikmanni. Þegar einhver gerir svona þá hugsar maður um að það sé eitthvað að."

Hinn þrítugi Balotelli spilaði með Manchester City frá 2010 til 2013 en hann er í dag á mála hjá Monza í Serie B á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner