Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 25. maí 2022 22:14
Aksentije Milisic
Mourinho verður áfram hjá Roma: Mun hafna öllum tilboðum
,,Fimm Evróputitlar!
,,Fimm Evróputitlar!"
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Roma í Albaníu.
Stuðningsmenn Roma í Albaníu.
Mynd: EPA

Óhætt er að segja að Portúgalinn Jose Mourinho hafi unnið sig í hug og hjörtu stuðingsmanna Roma á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hann stýrði Rómverjum til sigurs í Sambandsdeildinni í kvöld og er þetta fyrsti Evróputitill Roma í 50 ár.


Þá varð Mourinho á sama tíma fyrsti stjórinn í sögunni sem vinnur Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og Sambandsdeildina. Jose hefur fimm sinnum spilað til úrslita í Evrópu og unnið í öll skiptin.

„Það er svo margt sem er á fleygiferð í huga mínum núna,” sagði Mourinho með tárin í augunum eftir sigurinn í kvöld.

„Eftir sigurinn á Torino sagði ég við strákanna að við gerðum það sem við áttum að gera. Í kvöld var það ekki þannig, í kvöld vorum við að skrifa söguna. Það er annað að vinna þegar allir búast við því að þú vinnir en í kvöld unnum við og skráðum okkur á spjöld sögunnar.”

Mourinho var spurður út í framtíð sína hjá félaginu.

„Ég verð áfram hjá Roma, ekki spurning. Ég mun hafna öllum tilboðum. Þó það séu sögur í gangi, þá er mér alveg sama. Ég vil ekki hlusta á þessar sögur. Ég verð áfram í Róm,” sagði Jose.

„Ég vona að allir stuðningsmennirnir séu að bíða eftir okkur heima. Þetta verður eftir í sögunni, ég er svo sáttur fyrir strákanna okkar og Roma fjölskyldunnar.”


Athugasemdir
banner
banner
banner