Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mið 25. maí 2022 20:26
Gunnar Bjartur Huginsson
Rúnar Páll: Bara eitt lið á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Frammistaðan var nú bara ljómandi fín og karakter í þessu að vinna þetta og klára þetta, þangað til að við vorum einum fleiri þá fannst mér bara eitt lið á vellinum og hérna í fyrri hálfleik síðan náðu þeir að þrýsta okkur svolítið niður þarna síðustu 20 mínúturnar sem var algjör óþarfi en við kláruðum það og Óli varði frábærlega tvisvar, þrisvar og þetta er nú oft hættulegt," sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigur gegn ÍBV í Mjólkurbikar karla.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

Við erum bara með mjög gott lið og okkur hefur gengið ágætlega í vetur með lið úr Bestu deildinni".

Lengjudeildarlið Fylkis vann góðan 2-1 sigur á ÍBV sem leikur í Bestu deildinni. Leikurinn var tvískiptur þar sem að heimamenn yfirspiluðu gestina frá Vestmannaeyjum í fyrri hálfleik. Vestmannaeyingar bitu þó frá sér og spiluðu betur í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Rúnar Páll gat ekki verið annað en sáttur við frammistöðu síns liðs. Úrslitin þýða að Fylkismenn séu komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla.

„Við fengum líka fín upphlaup og við  hefðum geta komist í 3-1 og 4-1 þannig að við hefðum alveg geta skorað fleiri mörk á þá".

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner