Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Rangers fær sóknarsinnaðan bakvörð frá Brasilíu (Staðfest)
Mynd: Rangers
Skoska félagið Rangers hefur gengið frá kaupum á brasilíska vinstri bakverðinum Jefte en hann kemur frá Suður-Ameríku meisturum Fluminense.

Jefte, sem er 20 ára gamall, er uppalinn hjá Fluminense en spilaði aldrei leik fyrir aðalliðið.

Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Apoel Nicosia á Kýpur þar sem hann kom að sjö mörkum í 22 leikjum.

Hann er nú genginn í raðir Rangers í Skotlandi en samningur hans gildir til 2028.

Rangers hafnaði í öðru sæti skosku deildarinnar á þessu tímabili, átta stigum á eftir erkifjendum þeirra í Celtic.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner