Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   þri 25. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kompany vill fá Bernardo til Bayern
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva, leikmaður Manchester City og portúgalska landsliðsins, er orðaður við Bayern München í enska blaðinu Daily Star í dag.

Vincent Kompany tók á dögunum við Bayern og vill hann fá fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man City með sér.

Samkvæmt Daily Star er Bernardo með 50 milljóna punda klásúlu í sumarglugganum og eru nokkur félög að íhuga að virkja það ákvæði.

Þessa stundina er Bernardo staddur á EM í Þýskalandi með portúgalska landsliðinu og mun framtíð hans því ekki ráðast fyrr en í næsta mánuði.

Á hverju ári er Bernardo sagður opinn fyrir því að yfirgefa Manchester City, en alltaf endar hann á því að taka annað tímabil með liðinu. Verður einhver breyting á því í sumar?
Athugasemdir
banner
banner