Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mið 25. júní 2025 23:59
Sölvi Haraldsson
2. deildin komið Rúnari á óvart - „Gaman að kynnast landinu“
Rúnar Páll.
Rúnar Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta var frekar rólegur leikur, rólegt tempó í honum. Ágætisleikur, fínt að vinna þennan leik, eykur sjálfstraustið okkar. Þetta var fínt.“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Gróttu, eftir 2-1 sigur á Dalvík/Reyni í Fótbolti.net bikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  1 Dalvík/Reynir

Hvernig líður Rúnari í Gróttu?

„Mér líður mjög vel hérna á Nesinu. Mjög skemmtilegir strákar, skemmtilegt lið og ágætis umgjörð í kringum okkur. Mér líður bara vel. Þetta er betri deild en ég hélt. Bara búið að vera bráðskemmtilegir leikir. Gaman að kynnast landinu og fara út um allt að spila.“

Það var mikil leikmannavelta í Gróttu fyrir mót og sömuleiðis þjálfarabreytingar, hvernig hefur það gengið fyrir Rúnar og Gróttu að aðlagast þeim breytingum?

„Við höfum náð að púsla saman og fengið unga og efnilega stráka til okkar að búa til nýtt lið. Það finnst mér hafa gengið ágætlega. Tekur bara tíma. Bara glænýtt Gróttulið og ég er bjartsýnn á framhaldið. Spila skemmtilegan fótbolta og njóta þess að vera saman í þessu.“

Næsti leikur Gróttu er heimaleikur gegn Haukum en hver eru markmið sumarsins á Nesinu?

„Markmiðið er að reyna að gera eins vel og hægt er og fara upp um deild. Það er markmiðið hjá mörgum liðum held ég í þessari deild. Síðan bara sjáum við hvernig það gengur í lok móts.“ sagði Rúnar Páll að lokum.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner