Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júlí 2020 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir knattspyrnudeildina skulda barna- og unglingaráðinu 18 milljónir
Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH.
Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Viðar Halldórsson.
Viðar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fréttablaðið fjallaði um það mánudaginn 9. desember síðastliðinn að Barna- og unglingaráð (BUR) hjá FH hefði sagt af sér eftir að eftir að stjórn knattspyrnudeildar félagsins tók pening af reikningum sem BUR vildi ekki lána.

Sjá einnig:
Ágreiningur innan FH (9. des '19)

Styrkur en ekki lán
Á síðustu dögum hafa fjölmiðlar fjallað um að peningurinn sem stjórn knattspyrnudeildinn „tók" af BUR sé styrkur en ekki lán.

„Á fundi eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga 20. maí sl. var málið tekið fyrir og fékk nefndin staðfest frá Viðari Halldórssyni, formanni aðalstjórnar FH, að þetta hafi ekki verið lán heldur hlutdeild barna og unglingastarfs í sameiginlegum stjórnunar kostnaði við rekstur knattspyrnudeildar félagsins eins og fram kemur í ársreikningi knattspyrnudeildar. Sagði Viðar í svari til nefndarinnar að þessi háttur verði hafður á hér eftir," segir í frétt Fjarðarfrétta á fimmtudag.

Fyrirsögn Fréttablaðsins um málið er svo hljóðandi: „Tóku peninga frá börnunum til að reka meistaraflokk FH"

Segir knattspyrnudeild skulda átján milljónir
Viðar Halldórsson, formaður FH, var í viðtali við RÚV um málið. Þar segir Viðar:

„Það var aldrei gengið frá neinu skuldabréfi varðandi þessa millifærslu en hún var á þeirri stundu var hún lán til aðalsjóðs deildarinnar. En síðar stuttu seinna, man ekki nákvæmlega hvenær það var en það var fyrir áramót, að stjórn knattspyrnudeildar tók þá ákvörðun að barna- og unglingaráðið í þessu tilfelli tæki þátt í stjórnunarkostnaði deildarinnar. Jú jú, einhverja daga þar á eftir var þetta lán yfir í aðalsjóðinn. En í enda árs var það ekki. Það má segja að auðvitað hefði þessi háttur hefði þurft að vera á sambærilegt árinu á undan en það var ekki. Þannig að menn eru komnir á, það sem ég vil kalla, réttari leið.“

Í grein RÚV um málið stendur svo: „Eftir að viðtalið við Viðar var tekið sagði Arnar Hjálmsson, einn þeirra sem sat í barna- og unglingaráði, að í heildina skuldaði knattspyrnudeildin barna- og unglingaráði um 18 milljónir króna."

„Sú upphæð hefði verið tekin af reikningi ráðsins frá árslokum 2018 og til ársloka 2019. Skuldabréfið sem um ræddi næmi þeirri upphæð og ráðið hefði það undir höndum."


Þá segir einnig að málinu sé ekki lokið af hálfu BUR og ráðið myndi senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner