Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Norwich City á Englandi, er á leið til ÍA á lánssamningi samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Ísak var í sumar lánaður til St. Mirren í Skotlandi og var áætlað að hann myndi vera hjá félaginu út þetta tímabil en sú lánsdvöl varð óvænt skemmri en stefnt var að.
Ísak er 19 ára miðjumaður en hann hefur einnig farið á lán til Fleetwood.
Ísak var í sumar lánaður til St. Mirren í Skotlandi og var áætlað að hann myndi vera hjá félaginu út þetta tímabil en sú lánsdvöl varð óvænt skemmri en stefnt var að.
Ísak er 19 ára miðjumaður en hann hefur einnig farið á lán til Fleetwood.
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ísaks, varðist allra frétta þegar Fótbolti.net ræddi við hann í dag en sagði að málin gætu skýrst á morgun.
Sjá einnig:
Ísaki líkt við skriðdreka: Aldrei verið mikið fyrir það að lyfta lóðum
Ísak hefur samtals spilað 23 leiki með U16, U17, U18 og U19 ára landsliðum Íslands. Hann hefur skorað eitt mark í níu leikjum með U19 landsliði Íslands þar sem hann hefur verið fyrirliði. Ísak lék í yngri flokkum Aftureldingar áður en hann gekk til liðs við Norwich sumarið 2017.
Skagamenn eru í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar.
Athugasemdir