Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 25. ágúst 2021 13:02
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Fréttamannafundur íslenska landsliðsins
Fréttamannafundur 13:15
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er að fara að mæta Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Leikirnir verða 2., 5. og 8. september. Ísland er með þrjú stig í riðli sínum og mikilvægir leikir framundan.

Klukkan 13:15 verður fréttamannafundur hjá KSÍ þar sem landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson opinberar hópinn fyrir leikina mikilvægu en Ísland þarf á stigum að halda.

Fundurinn er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net
13:47
Fréttamannafundinum er lokið

Ýmislegt sem er væntanlegt á síðuna. Frekari matreiðsla á efni fundarins og viðtöl.

Eyða Breyta
13:46
"Það er ekkert leyndarmál að við veljum það lið sem við teljum það besta hverju sinni. Við erum samt líka að þróa liðið eftir okkar hugmyndafræði. Við getum bara gert eitt til að fá fólkið í landinu til að styðja liðið. Það er að sýna að þetta er okkar ástríða og okkar líf, berjast fyrir Ísland," segir Arnar.

Eyða Breyta
13:45
Arnar segir tilhlökkun fyrir komandi verkefni sama þó ýmislegt sé krefjandi í undirbúningnum.

Eyða Breyta
13:43
Arnór Ingvi Traustason er heill en Arnar segist telja að aðrir leikmenn séu betri í að leysa hans verkefni. Segir að Jón Daði Böðvarsson sé ekki á góðum stað hjá Millwall en þar hefur hann ekkert spilað í upphafi tímabils.

Eyða Breyta
13:42
Arnar þylur upp stöðu leikmanna sem ekki eru valdir á undraverðum hraða. Miklu meiri hraði en minn skrifhraði.

Eyða Breyta
13:40
Eiður: "Við erum ábyrgir fyrir hópnum sem kemur saman. Á endanum er það klefinn og hópurinn sem mynda þá stemningu sem er tekin með út á völl."

Eyða Breyta
13:37
Hörð orð látin falla um mál sambandsins

"Aftur, við veljum þá leikmenn sem okkur standa til boða. Ef það kæmi þannig inn á borð hjá okkur að okkur væri bannað að velja ákveðna leikmenn þá þyrftum við að taka því," segir Arnar.

Eiður talar um að þeir séu bara þjálfarar og eigi erfitt með að tjá sig um eitthvað utanaðkomandi.

Eyða Breyta
13:34
Arnar um mál Gylfa

"Gylfi er ekki valinn og ég hef ekki verið í sambandi við Gylfa. Meira get ég ekki sagt um það mál."

"Hér í dag erum við að ræða landsliðshóp fyrir næstu leiki og allt sem kemur að liðinu og hópnum. Það er í raun það eina sem við viljum ræða. Hversu spennandi verkefni þetta er fyrir okkur til að takast á við."

Eyða Breyta
13:31
Hnökrar í samvinnunni með Lars - Ekki lengur í teyminu

Arnar segir að samvinnan með Lars hafi ekki verið gallalaus og tengingin í þjálfuninni ekki nægilega góð. Arnar segist hafa tekið þá ákvörðun að Lars yrði ekki áfram í teymi landsliðsins. Þegar hann er spurður að því hvort Lars hafi verið sagt upp segir hann það ekki vera þannig og hann sé áfram til staðar ef það þarf að leita til hans.



Eyða Breyta
13:29
Eiður ræðir um valið á Andra Lucasi syni hans. Segir þetta sérstaka stöðu en hann styði Arnar í hans vali. Ummæli Eiðs koma inn á síðuna hér á eftir.

Eyða Breyta
13:27


Mikael Egill Ellertsson er í hópnum. Var ekki á listanum sem birtist á heimasíðu KSÍ. Nítján ára leikmaður sem er hjá ítalska B-deildarliðinu SPAL.


Eyða Breyta
13:26
Um Andra Lucas
Arnar segir hann einn okkar efnilegasta leikmann og hann hafi spilað alvöru bolta með varaliði Real Madrid sem tekur þátt í deildarfótbolta.

Eyða Breyta
13:25
Arnar talar um að í svona þéttum þriggja leikja glugga telji hann mikilvægt að hafa eins marga ferska fætur og mögulegt er. Það er ástæða fyrir því að Ragnar Sigurðsson er ekki valinn í hópinn og það sama á við um fleiri. Ragnar sé ekki í nægilega góðu leikformi og það sama á við um Alfreð Finnbogason.

Eyða Breyta
13:23



Eyða Breyta
13:22
Um að Aron Einar sé ekki í hópnum:
"Því miður er Aron ekki leikhæfur. Við biðum fram á síðustu stundu og höfum verið í samskiptum við hann. Því miður er hann ekki. Hann hefur verið í einangrun á hóteli yfir vikutíma. Það er ómögulegt að ná honum leikhæfum fyrir verkefnið," segir Arnar en Aron smitaðist af Covid-19.

Rúnar Alex Rúnarsson markvörður er hinsvegar í hópnum en hann smitaðist einnig af Covid.

Eyða Breyta
13:21
Arnar og Eiður ræða lauslega um verkefnið framundan og rifja upp síðustu glugga.

Eyða Breyta
13:20


Mjög áhugavert að Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára og leikmaður unglingaliðs Real Madrid, sé valinn í hópnum. Nítján ára gamall og hefur ekki leikið aðalliðsleik á ferlinum.

Eyða Breyta
13:17
ARON EINAR EKKI MEÐ


Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindist með Covid-19 og er ekki í hóp.


Eyða Breyta
13:17
HÓPURINN

Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fylkis, er ekki valinn. Brynjar Ingi Bjarnason og Guðmundur Þórarinsson, sem stóðu sig vel í síðasta verkefni, eru í hópnum.

Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður unglingaliðs Real Madrid er í hóp. Andri hefur aldrei spilað aðalliðsleik á ferlinum. Hann er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Viðar Örn Kjartansson, sem er tiltölulega nýkominn aftur úr meiðslum, er ekki í hóp og ekki heldur Jón Daði Böðvarsson.

Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson - Valur - 76 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Brentford
Rúnar Alex Rúnarsson - Arsenal - 10 leikir

Varnarmenn:
Brynjar Ingi Bjarnason - Lecce - 3 leikir, 1 mark
Jón Guðni Fjóluson - Hammarby - 17 leikir, 1 mark
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 22 leikir, 1 mark
Kári Árnason - Víkingur R. - 89 leikir, 6 mörk
Ari Freyr Skúlason - IFK Norrköping - 79 leikir
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC - 7 leikir
Birkir Már Sævarsson - Valur - 98 leikir, 3 mörk
Alfons Sampsted - Bodö Glimt - 5 leikir

Miðjumenn:
Andri Fannar Baldursson - FCK - 4 leikir
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 1 leikur
Ísak Bergmann Jóhannesson - IFK Norrköping - 4 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 98 leikir, 14 mörk
Arnór Sigurðsson - Venezia - 14 leikir, 1 mark
Rúnar Már Sigurjónsson - CFR Cluj - 32 leikir, 2 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - Schalke - 26 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar - 22 leikir, 4 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF - 9 leikir, 1 mark
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 79 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson - FC Midtjylland - 9 leikir

Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson - IFK Göteborg - 64 leikir, 26 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid

Eyða Breyta
13:15
Menn eru að koma sér fyrir. Arnar og Eiður fá sér væna vatnssopa

Eyða Breyta
13:12
Þeir sem verða í pontu á fundinum: Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi KSÍ, Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarmaður hans.

Eyða Breyta
13:08
Fótboltinn í aukahlutverki?

Áhugavert að sjá hvernig þessi fréttamannafundur mun þróast því eins og farið hefur verið yfir þá hefur verið ólga í kringum ýmis mál tengd landsliðinu.

Fundur hefst 13:15.

Eyða Breyta
12:59
Skýjað yfir landsliðinu
Það verður að segjast eins og er að það hefur verið ákveðið ský yfir landsliðinu í umræðunni að undanförnu. KSÍ hefur verið sakað um að hylma yfir með ofbeldi. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ, segir að KSÍ þurfi að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu.

Eyða Breyta
12:56
Fréttamannafundurinn fer fram undir stúku Laugardalsvallarins. Menn eru að koma sér fyrir. Snorri Másson fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Henry Birgir Gunnarsson og Hörður Snævar ritstjóri 433.is eru búnir að taka sér stöðu.



Eyða Breyta
12:51
Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson fengu mikið lof fyrir frammistöðu sína í vináttulandsleikjum í júní.



Þá er spurning hvernig markvarðartríóið en mikil gósentíð virðist vera í vændum í markvarðamálum. Rætt var um það í útvarpsþættinum Fótbolti.net um liðna helgi.

Eyða Breyta
12:48


Spurning er hvort Eiður Smári Guðjohnsen verði á fundinum. Hann fékk skriflega áminningu frá KSÍ í júní eftir að myndband af honum á næturlífi borgarinnar komst í dreifingu þar sem hann var ölvaður að kasta af sér vatni á Ingólfstorgi. Í yfirlýsingu frá KSÍ sagði að Eiður færi í tímabundð leyfi og myndi leita sér hjálpar.

Eyða Breyta
12:42
Ísland er að fara að mæta Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Leikirnir verða 2., 5. og 8. september. Ísland er með þrjú stig í riðli sínum og mikilvægir leikir framundan.

Staðan?


Í fyrstu leikjum undankeppninnar tapaði Ísland fyrir Armeníu og Þýskalandi en vann 4-1 sigur gegn Liechtenstein.

Eyða Breyta
12:37
Enginn Gylfi
Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með en hans mál er í rannsókn eftir að hann var handtekinn í júlí grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann hefur ekkert verið með félagsliði sínu Everton.

Meiðslalistinn
Alfreð Finnbogason er með skaddað liðband í ökkla og verður ekki með og þá eru varnarmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason ekki komnir af stað eftir sín meiðsli.

Óvissa með Aron Einar
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindist með Covid-19 og er ekki vitað hver staðan er með hann. Sama á við um Rúnar Alex Rúnarsson, markvörð Arsenal, sem einnig smitaðist af veirunni.

Eyða Breyta
12:33
Heil og sæl!

Verið velkomin með okkur í beina textalýsingu frá fréttamannafundi íslenska landsliðsins en landsliðshópur verður opinberaður klukkan 13:15.




Eyða Breyta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner