Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. nóvember 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einn þægilegasti 1-0 sigur sem þú munt nokkurn tímann sjá"
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Manchester City vann 1-0 sigur á Olympiakos í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. City hefur unnið alla leiki sína í riðlinum til þess og er komið áfram í 16-liða úrslit þegar tvær umferðir eru eftir. Porto og Marseille eru einnig í C-riðlinum.

Sigurinn var mjög sannfærandi fyrir City þrátt fyrir að leikurinn hafi aðeins endað 1-0. City var tæplega 60 prósent með boltann og átti 22 marktilraunir gegn tveimur. Phil Foden skoraði eina mark leiksins seint í fyrri hálfleik.

„Hélduð þið virkilega að Olympiakos myndi komast aftur inn í þennan leik? Þetta er einn þægilegasti 1-0 sigur sem þú munt nokkurn tímann sjá," sagði Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, á BBC í kvöld.

Eftir leikinn í kvöld sagði Pep Guardiola, stjóri Man City: „Við höfum átt ótrúlega riðlakeppni, sérstaklega tveir útileikir okkar."

Guardiola var mjög ánægður með frammistöðuna. Hann talaði þá einnig um Diego Maradona, sem lést fyrr í dag.

„Hann gaf fólki mikla ánægju og hann gerði fótbolta betri. Það sem hann gerði fyrir Napoli og Argentínu 1986 var ótrúlegt. Hvíl í friði og fyrir hönd allra hjá Manchester City sendi ég samúðarkveðjur á fjölskyldu hans."

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: City áfram - Gladbach í fínni stöðu í erfiðum riðli
Athugasemdir
banner
banner