
Annar leikur dagsins, og fyrri leikur 2. umferðar í A-riðli á HM, hefst klukkan 13:00. Þá mætast Senegal og heimamenn í Katar.
Bæði lið töpuðu í fyrstu umferðinni og eru því í leit að sínum fyrstu stigum á mótinu. Tvær breytingar eru á liði Senegals frá tapinu gegn Hollandi.
Cheikhou Kouyate varð fyrir meiðslum í þeim leik og Famara Diedhiou, leikmaður Alanyaspor í Tyrklandi, kemur inn í liðið. Þá kemur Ismail Jakobs, leikmaður Mónakó, inn fyrir Pape Abou Cisse. Diedhiou er liðsfélagi Rúnars Alex Rúnarssonar í Tyrklandi.
Katarar gera þrjár breytingar á sínu liði. Meshaal Barsham kemur í markið, Assim Omer Madibo kemur inn í vörnina og Ismaeel Mohammad kemur inn á miðsvæðið.
Bæði lið töpuðu í fyrstu umferðinni og eru því í leit að sínum fyrstu stigum á mótinu. Tvær breytingar eru á liði Senegals frá tapinu gegn Hollandi.
Cheikhou Kouyate varð fyrir meiðslum í þeim leik og Famara Diedhiou, leikmaður Alanyaspor í Tyrklandi, kemur inn í liðið. Þá kemur Ismail Jakobs, leikmaður Mónakó, inn fyrir Pape Abou Cisse. Diedhiou er liðsfélagi Rúnars Alex Rúnarssonar í Tyrklandi.
Katarar gera þrjár breytingar á sínu liði. Meshaal Barsham kemur í markið, Assim Omer Madibo kemur inn í vörnina og Ismaeel Mohammad kemur inn á miðsvæðið.
Senegal:
Mendy; Sabaly, Koulibaly, Diallo, Jakobs; I.Sarr, Gueye, N.Mendy, Diatta; Diedhiou, Dia.
Katar:
Barsham; Pedro Miguel, Madibo, Khoukhi, Hassan, Ahmed; Alhaydos, Boudiaf, Mohamad; Afif, Almoez Ali
Sjá einnig:
Magnús Már spáir í Katar - Senegal
Athugasemdir