Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
   fim 25. desember 2025 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir Pogba ekki eiga erindi í landsliðið - „Gæti alveg eins valið Zidane“
Mynd: EPA
Frank Lebouef, fyrrum landsliðsmaður Frakklands, segir að Didier Deschamps, þjálfari landsliðsins, gæti alveg eins kallað Zinedine Zidane aftur í landsliðið ef hann ætlar að velja Paul Pogba.

Pogba samdi við Mónakó í sumar eftir að hafa tekið út bann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Frakkinn hefur verið lengi að koma sér í gang og aðeins spilað 30 mínútur í þremur leikjum á tímabilinu.

Hann dreymir um að fara á HM með Frökkum og hefur Deschamps opnað fyrir þann möguleika, en Lebouef segir að hann geti ómögulega gert nema Pogba taki ótrúlegum framförum á næstu mánuðum.

„Didier Deschamps er ótrúlega hrifinn af Paul Pogba. Ef Paul getur fundið sitt gamla form, sem ég stórlega efast því það getur reynst snúið eftir svona langan tíma án fótbolta. Þú getur æft en að spila leiki er allt annað mál. Því miður sé ég það ekki gerast,“

„Hann er kominn yfir þrítugt og það eru aðrir leikmenn sem hafa sýnt stöðugleika. Það verður erfitt fyrir Deschamps að segja: „Okei, ég tek hann!“ Hann vill kannski taka N'Golo Kante. Ef hann tekur Kante og fær Pogba þá gæti hann alveg eins valið Griezmann og Zidane. Þetta erður erfitt, en ég vil vera góður og gef honum því fimm prósent möguleika, en fyrir mér er þetta búið spil,“
sagði Lebouef.
Athugasemdir
banner
banner