Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 26. janúar 2020 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Mjög svo auðvelt hjá Man City
Manchester City 4 - 0 Fulham
1-0 Ilkay Gundogan ('8 , víti)
2-0 Bernardo Silva ('19 )
3-0 Gabriel Jesus ('73 )
4-0 Gabriel Jesus ('75 )
Rautt spjald: Tim Ream, Fulham ('6)

Englandsmeistarar Manchester City fóru auðveldlega í gegnum Fulham í fjórðu umferð enska bikarsins.

Leikurinn byrjaði hörmulega fyrir Fulham, sem leikur í Championship-deildinni. Eftir sex mínútur fékk Tim Ream, fyrirliði Fulham, beint rautt spjald fyrir brot á Gabriel Jesus innan teigs. Ilkay Gundogan fór á vítapunktinn og skoraði.

Eftirleikurinn var auðveldur fyrir City. Bernardo Silva skoraði annað mark City-manna með góðu skoti á 19. mínútu.

Gabriel Jesus sá svo um markaskorunina í seinni hálfleiknum. Hann gerði tvö mörk með stuttu millibili og þar við sat. Öruggur sigur City-liðsins staðreynd.

City er því komið áfram í 16-liða úrslitin á meðan Fulham er úr leik.

Klukkan 15:00 hefst leikur Tranmere og Manchester United. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner