Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. mars 2020 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenskt VAR komst í gegnum „nálarauga"
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska fyrirtækið OZ hefur hannað sína útgáfu af VAR-myndbandsdómarakerfinu. Kerfið komst í gegnum ákveðið próf fyrr í mánuðinum.

Vilhjálmur Alvar ræddi við Kjartan Atla og Henry Birgi í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport.

„Á þessum viðburði hjá hollenska knattspyrnusambandinu sem við vorum á núna í mars voru tvö fyrirtæki. Það voru við og Hawk-Eye en þeir sjá um enska, spænska, ítalska boltann, UEFA og þessar stærstu," segir Vilhjálmur Alvar.

„Við gátum borið okkur saman við toppinn og eigum eftir að fá niðurstöðurnar en við komumst í gegnum þetta nálarauga."

Kerfið á vegum OZ er sagt vera mun ódýrara en það sem núna þekkist.

Vilhjálmur Alvar vonast til að sjá VAR í deildunum á Íslandi sem fyrst. „Það er alltaf ákvörðun sem knattspyrnusamböndin þurfa að taka því að maður tekur ekki bara ákvörðun og segir: 'Nú ætlum við að taka VAR'. Það þarf að þjálfa dómara og þessi þjálfun tekur langan tíma. Þú þarft að þjálfa þá í að vinna með myndbandsbúnaðinn og þjálfa dómarana á vellinum að hafa VAR í eyranu og annað."

„Slíkt þjálfunarferli tekur hjá sumum allt upp í ár. Danirnir eru að eyða átta mánuðum í þetta og svo framvegis. Það væri frábært fyrir okkur að fá þetta inn á Íslandi og ekki bara fyrir okkur heldur fyrir íslenska knattspyrnu; til þess að tryggja það að stórar ákvarðanir fara ekki úrskeiðis."

Að lokum sagði Vilhjálmur Alvar: „VAR skoðar allt. Ef það er eitt af þessum fjórum atvikum (mörk, mögulegar vítaspyrnur, mögulegt rautt spjald og 'mistaken idendity') að þá er allt skoðað. Annað, þá tekur dómarinn á vellinum alltaf ákvörðun."

Innslagið má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner