
Daníel Leó Grétarsson er næst oftast í vörninni fyrir framan Hákon. Hann var meiddur þegar nýliðnir leikir gegn Kósovó fóru fram.
Landsliðsþjálfararnir líta gjarnan framhjá Hirti Hermannssyni sem hefur verið fjórum sinnum í vörninni eftir að Hákon Rafn varð aðalmarkvörður.
Arnar Gunnlaugsson gerði fjórar breytingar í vörn íslenska landsliðsins milli leikjanna tveggja sem hann hefur þjálfað íslenska landsliðið.
Varnarvandamál íslenska karlalandsliðsins eru vel þekkt staðreynd en þjálfurum liðsins undanfarin ár hefur ekkert gengið að finna varnarlínu sem virkar.
Staðan er reyndar svo slæm að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sem hefur spilað 17 landsleiki sem byrjunarliðsmaður hefur bara tvisvar verið með sömu vörn fyrir framan sig.
Þetta gerðist í umspilsleikjunum við Ísrael og Úkraínu í mars 2023 þegar Age Hareide landsliðsþjálfari valdi sömu vörnina í tvö leiki í röð.
Landsliðsþjálfararnir virðast vera í stöðugri tilraunastarfsemi að finna vörn sem virkar en í nýliðnum landsleikjum gegn Kósovó gerði Arnar Gunnlaugsson nýráðinn landsliðsjálfari fjórar breytingar á vörninni milli leikjanna tveggja.
Fyrsti leikur Hákons í byrjunarliði íslenska landsliðsins var vináttulandsleikur gegn Suður Kóreu í Tyrklandi 15. janúar 2022. Þá hafði hann Alfons Sampsted, Damir Muminovic, Ara Leifsson og Davíð Kristján Ólafsson fyrir framan sig.
Sverrir Ingi Ingason er sá varnarmaður sem hefur oftast verið fyrir framan Hákon Rafn, eða 10 sinnum. Næstir eru svo Daníel Leó Grétarsson (8) og Guðlaugur Victor Pálsson (7), aðrir eru með færri.
Varnarlínurnar fyrir framan Hákon koma hér í tímaröð en auk 17 byrjunarliðsleikja hefur Hákon tvisvar komið inná sem varamaður, gegn Úganda og Svíþjóð og þeir leikir eru ekki settir með.
Suður Kórea 5-1 Ísland | vináttuleikur
15. janúar 2022 | Titanic Mardan Stadium
Vörnin
Alfons Sampsted, Damir Muminovic, Ari Leifsson, Davíð Kristján Ólafsson.
Saudí Arabía 1-0 Ísland | vináttuleikur
6. nóvember 2022 | Mohammed bin Zayed Stadium
Vörnin
Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Róbert Orri Þorkelsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson
Portúgal 2-0 Ísland | Undankeppni EM
19. nóvember 2023 | Estádio José Alvalade
Vörnin
Guðlaugur Victor Pálsson, Hjörtur Hermannsson, Sverrir Ingi Ingason, Guðmundur Þórarinsson
Gvatemala 0-1 Ísland | vináttuleikur
13. janúar 2024 | DRV Pink Stadium
Vörnin
Dagur Dan Þórhallson, Brynjar Ingi Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Kolbeinn Birgir Finnsson.
Hondúras 0-2 Ísland | vináttuleikur
18. janúar 2024 | DRV Pink Stadium
Vörnin
Hlynur Freyr Karlsson, Sverrir Ingi Ingason, Daníel Leó Grétarsson, Kolbeinn Birgir Finnsson.
Ísrael 1-4 Ísland | Umspilsleikur
21. mars 2024 | Szusza Ferenc Stadio
Vörnin
Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson.
Úkraína 2-1 Ísland | Umspilsleikur
26. mars 2024 | Tarczynski Arena Wroclaw
Vörnin
Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson.
England 0-1 Ísland | vináttuleikur
7. júní 2024 | Wembley
Vörnin
Bjarki Steinn Bjarkason, Sverrir Ingi Ingason, Daníel Leó Grétarsson, Kolbeinn Birgir Finnsson.
Holland 4-0 Ísland | vináttuleikur
10. júní 2024 | Stadion Feyenoord
Vörnin
Bjarki Steinn Bjarkason, Valgeir Lunddal Friðriksson, Sverrir Ingi Ingason, Kolbeinn Birgir Finnsson.
Ísland 2-0 Svartfjallaland | Þjóðadeildin
6. september 2024 | Laugardalsvöllur
Vörnin
Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Daníel Leó Grétarsson, Logi Tómasson.
Tyrkland 3-1 Ísland | Þjóðadeildin
9. september 2024 | Gürsel Aksel Stadium
Vörnin
Guðlaugur Victor Pálsson, Hjörtur Hermannsson, Daníel Leó Grétarsson, Kolbeinn Birgir Finnsson.
Ísland 2-2 Wales | Þjóðadeildin
11. október 2024 | Laugardalsvöllur
Vörnin
Alfons Sampsted, Guðlaugur Victor Pálsson, Hjörtur Hermannson, Logi Tómasson
Ísland 2-4 Tyrkland | Þjóðadeildin
14. október 2024 | Laugardalsvöllur
Vörnin
Valgeir Lunddal Friðriksson, Sverrir Ingi Ingason, Daníel Leó Grétarsson, Logi Tómasson
Svartfjallaland 0-2 Ísland | Þjóðadeildin
16. nóvember 2024 | Niksic Stadium
Vörnin
Alfons Sampsted, Aron Einar Gunnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Logi Tómasson
Wales 4-1 Ísland | Þjóðadeildin
19. nóvember 2024 | Cardiff City Stadium
Vörnin
Alfons Sampsted, Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Valgeir Lunddal Friðriksson
Kósovó 2-1 Ísland | Þjóðadeildin, umspil
20. mars 2025 | Fadil Vokrri Stadium
Vörnin
Mikael Egill Ellertsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarson, Sverrir Ingi Ingason, Logi Tómasson.
Ísland 1-3 Kósovó | Þjóðadeildin, umspil
23. mars 2025 | Stadium Enrique Roca
Vörnin
Valgeir Lundal Friðriksson, Stefán Teitur Þórðarson, Sverrir Ingi Ingason, Ísak Bergmann Jóhannesson.
Hverjir hafa spilað mest í vörninni fyrir framan Hákon
Sverrir Ingi: 10 leikir
Daníel Leó: 8 leikir
Gulli Victor: 7 leikir
Logi: 5 leikir
Hjörtur Hermanns: 4 leikir
Alfons: 4 leikir
Valgeir Lunddal: 4 leikir
Kolbeinn Birgir: 4 leikir
Gummi Tóta: 3 leikir
Bjarki Steinn: 2 leikir
Damir: 2 leikir
Aron Einar: 2 leikir
Ísak Bergmann: 1 leikur
Mikael Egill: 1 leikur
Róbert Orri: 1 leikur
Brynjar Ingi: 1 leikur
Höskuldur: 1 leikur
Davíð Kristján: 1 leikur
Dagur Dan: 1 leikur
Hlynur Freyr 1 leikur
Ari Leifs: 1 leikur
Stefán Teitur: 1 leikur
Athugasemdir