Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Kennir Kanada um meiðslin - „Átti ekki að spila leikinn“
Davies meiddist í landsleikjaglugganum.
Davies meiddist í landsleikjaglugganum.
Mynd: EPA
Jesse Marsch, landsliðsþjálfari Kanada.
Jesse Marsch, landsliðsþjálfari Kanada.
Mynd: EPA
Tímabilinu er væntanlega lokið hjá Alphonso Davies, leikmanni Bayern München, eftir alvarleg hnémeiðsli sem hann hlaut í 2-1 sigri Kanada gegn Bandaríkjunum í leiknum um þriðja sætið í Concacaf Þjóðadeildinni.

Meiðslin eru áfall fyrir Bæjara sem eru í toppsæti þýsku deildarinnar, eru að fara að mæta Inter í Meistaradeildinni og spila á HM félagsliða seinna á árinu.

Nú hefur umboðsmaður Davies, Nedal Huoseh, sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kennir kanadíska fótboltasambandinu um meiðslin. Hann segir að Davies hafi ekki átt að spila leikinn um þriðja sætið en Jesse Marsch landsliðsþjálfari hafi sannfært hann um að gera það.

„Alphonso var ekki 100% eftir leikinn gegn Mexíkó og planið var að hann yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Bandaríkjunum. Sem fyrirliði var sett pressa á hann af þjálfaranum að byrja leikinn. Alphonso er ekki týpa sem segir nei á þessum tímapunkti. Hann endaði á því að spila og sjáið hvað gerðist. Kanadíska sambandið verður að gera betur í að stýra þessu," segir Huoseh.

Fjölmiðlar hafa óskað eftir viðbrögðum frá kanadíska sambandinu eftir þessi ummæli en þau hafa enn ekki borist.
Athugasemdir
banner
banner
banner