Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 15:32
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Aston Villa og Crystal Palace: Rashford ekki með vegna meiðsla
Mynd: EPA
Aston Villa og Crystal Palace mætast í undanúrslitum enska bikarsins klukkan 16:15 á Wembley í dag.

Tæp 70 ár eru liðin frá því Villa vann síðast bikarinn en Palace hefur aldrei unnið.

Palace hefur tvisvar komist í úrslit og nú síðast árið 2016 en þá tapaði liðið fyrir Manchester United.

Ollie Watkins fær traustið í fremstu víglínu en Marcus Rashford er ekki með í dag vegna meiðsla. Marco Asensio og John McGinn byrja þá báðir hjá Villa-mönnum.

Eberechi Eze, Marc Guehi og Jean-Philippe Mateta eru allir í liði Palace.

Aston Villa: Martínez, Cash, Konsa, Pau. Digne, McGinn, Kamara, Tielemans, Asensio, Rogers, Watkins.

Crystal Palace: Henderson, Munoz, Richards, Lacroix, Guehi, Mitchell, Wharton, Kamada, Sarr, Eze, Mateta.
Athugasemdir
banner
banner