Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 26. maí 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Heimir Guðjóns: Hlýtur að vera met
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var eðlilega svekktur eftir 6-2 tap á Kópavogsvelli gegn Breiðablik fyrr í kvöld í 32-liða úrslitum Mjólkubikar karla.

„Mér fannst við í fyrri hálfleik helvítis klaufar að komast ekki inn með forustu. Við fáum mjög góða möguleika, skoruðum tvö mörk og fengum á okkur mark eftir mark hornspyrnu og í seinni hálfleik gengu Blikar á lagið. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inná og við lentum í vandræðum með hann."


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  2 Valur

„Við fengum á okkur fjögur mörk úr föstum leikatriðum sem hlýtur að vera met. Eitt markið var þannig að ég held að við höfum tapað þremur eða fjórum einvígum og þeir unnu alla boltanna inn í teignum og menn verða náttúrulega að átta sig á því að föst leikatriði snúast um að dekka mennina sína."

Valsmenn eru dottnir úr bikar og eru átta stigum á eftir Breiðabliki sem situr á toppi Bestu deildarinnar og var Heimir spurður hvort menn væru farnir að hafa áhyggjur á Hlíðarenda.

„Nei við höfum ekki áhyggjur, mótið er nýbyrjað en við höfum áhyggjur af spilamennskunni, hún er ekki nógu góð. Við erum búnir að tapa þremur leikjum og við verðum að fara byrja á grunninum og reyna vinna okkur út úr þessum vandræðum."
Athugasemdir
banner
banner
banner