Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 26. maí 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Heimir Guðjóns: Hlýtur að vera met
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var eðlilega svekktur eftir 6-2 tap á Kópavogsvelli gegn Breiðablik fyrr í kvöld í 32-liða úrslitum Mjólkubikar karla.

„Mér fannst við í fyrri hálfleik helvítis klaufar að komast ekki inn með forustu. Við fáum mjög góða möguleika, skoruðum tvö mörk og fengum á okkur mark eftir mark hornspyrnu og í seinni hálfleik gengu Blikar á lagið. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inná og við lentum í vandræðum með hann."


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  2 Valur

„Við fengum á okkur fjögur mörk úr föstum leikatriðum sem hlýtur að vera met. Eitt markið var þannig að ég held að við höfum tapað þremur eða fjórum einvígum og þeir unnu alla boltanna inn í teignum og menn verða náttúrulega að átta sig á því að föst leikatriði snúast um að dekka mennina sína."

Valsmenn eru dottnir úr bikar og eru átta stigum á eftir Breiðabliki sem situr á toppi Bestu deildarinnar og var Heimir spurður hvort menn væru farnir að hafa áhyggjur á Hlíðarenda.

„Nei við höfum ekki áhyggjur, mótið er nýbyrjað en við höfum áhyggjur af spilamennskunni, hún er ekki nógu góð. Við erum búnir að tapa þremur leikjum og við verðum að fara byrja á grunninum og reyna vinna okkur út úr þessum vandræðum."
Athugasemdir
banner
banner
banner