Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fim 26. maí 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Heimir Guðjóns: Hlýtur að vera met
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var eðlilega svekktur eftir 6-2 tap á Kópavogsvelli gegn Breiðablik fyrr í kvöld í 32-liða úrslitum Mjólkubikar karla.

„Mér fannst við í fyrri hálfleik helvítis klaufar að komast ekki inn með forustu. Við fáum mjög góða möguleika, skoruðum tvö mörk og fengum á okkur mark eftir mark hornspyrnu og í seinni hálfleik gengu Blikar á lagið. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inná og við lentum í vandræðum með hann."


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  2 Valur

„Við fengum á okkur fjögur mörk úr föstum leikatriðum sem hlýtur að vera met. Eitt markið var þannig að ég held að við höfum tapað þremur eða fjórum einvígum og þeir unnu alla boltanna inn í teignum og menn verða náttúrulega að átta sig á því að föst leikatriði snúast um að dekka mennina sína."

Valsmenn eru dottnir úr bikar og eru átta stigum á eftir Breiðabliki sem situr á toppi Bestu deildarinnar og var Heimir spurður hvort menn væru farnir að hafa áhyggjur á Hlíðarenda.

„Nei við höfum ekki áhyggjur, mótið er nýbyrjað en við höfum áhyggjur af spilamennskunni, hún er ekki nógu góð. Við erum búnir að tapa þremur leikjum og við verðum að fara byrja á grunninum og reyna vinna okkur út úr þessum vandræðum."
Athugasemdir