Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 26. maí 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Heimir Guðjóns: Hlýtur að vera met
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var eðlilega svekktur eftir 6-2 tap á Kópavogsvelli gegn Breiðablik fyrr í kvöld í 32-liða úrslitum Mjólkubikar karla.

„Mér fannst við í fyrri hálfleik helvítis klaufar að komast ekki inn með forustu. Við fáum mjög góða möguleika, skoruðum tvö mörk og fengum á okkur mark eftir mark hornspyrnu og í seinni hálfleik gengu Blikar á lagið. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inná og við lentum í vandræðum með hann."


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  2 Valur

„Við fengum á okkur fjögur mörk úr föstum leikatriðum sem hlýtur að vera met. Eitt markið var þannig að ég held að við höfum tapað þremur eða fjórum einvígum og þeir unnu alla boltanna inn í teignum og menn verða náttúrulega að átta sig á því að föst leikatriði snúast um að dekka mennina sína."

Valsmenn eru dottnir úr bikar og eru átta stigum á eftir Breiðabliki sem situr á toppi Bestu deildarinnar og var Heimir spurður hvort menn væru farnir að hafa áhyggjur á Hlíðarenda.

„Nei við höfum ekki áhyggjur, mótið er nýbyrjað en við höfum áhyggjur af spilamennskunni, hún er ekki nógu góð. Við erum búnir að tapa þremur leikjum og við verðum að fara byrja á grunninum og reyna vinna okkur út úr þessum vandræðum."
Athugasemdir
banner