Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 26. maí 2023 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amazon Prime gerir heimildarmynd um þrennutímabil Man Utd
Mynd: Getty Images

Amazon Prime er að undirbúa heimildarmynd um þrennutímabilið fræga árið 1999 hjá Manchester United.


Liðið vann ensku deildina, enska bikarinn og Meistaradeildina. Liðið sigraði Bayern Munchen í úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær breyttu 1-0 fyrir Bayern í 2-1 með mörkum í uppbótartíma.

Erkifjendurnir í Manchester City getur leikið þetta eftir en City hefur þegar tryggt sér úrvalsdeildartitilinn. Liðið er komið í úrslit Meistaradeildarinnar og United mætir City í úrslitum FA Bikarsins.

Talið er að heimildarmyndin verði klár á næsta ári en menn á borð við Sir Alex Ferguson og Ole Gunnar Solskjær munu að öllum líkindum koma við sögu. Amazon gerir þessa mynd í ljósi þess að á næsta ári eru 25 ár frá þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner