
„Þetta er bara búið að vera gaman og þettt verður gaman í kvöld," sagði Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman ferðum í viðtali við Fótbolta.net fyrir leikinn gegn Króatíu í kvöld.
„Það er ekki séns að við förum heim á morgun. Þetta verður 2-0 fyrir Ísland og það verður dramatík í hinum leiknum sem skýrist á lokasekúndunum."
35 gráðu hiti er í Rostov við Don en Þór er þrátt fyrir það með þykka húfu á höfðinu.
„Að sjálfsögðu er alltof heitt til að vera með húfu en þetta er happa."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir