Tottenham heimsækir Crystal Palace í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Lærisveinar Jose Mourinho eru einu stigi fyrir neðan Wolves sem situr í síðasta örugga Evrópudeildarsætinu.
Mourinho er spenntur fyrir leiknum og talaði sérstaklega um Roy Hodgson þjálfara Palace í morgun.
„Það er alltaf einn 'stjóri' í úrvalsdeildinni. Sir Alex var 'stjórinn' í mörg ár en núna er það Roy. Okkur ber að sýna honum virðingu þar sem hann býr yfir mikilli reynslu og hefur verið í deildinni í langan tíma," sagði Mourinho.
„Ég lít upp til Roy og er ánægður að hann hafi náð sínum markmiðum enn eina ferðina. Ég er ánægður að hann verði áfram 'stjórinn' á næstu leiktíð. Hann er frábær manneskja sem sýnir öllum virðingu. Hann er sannarlega 'stjórinn' í ensku úrvalsdeildinni."
Mourinho býst sjálfur við að verða 'stjórinn' í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni.
„Ég þekki sjálfan mig mjög vel og veit hvað ég vill fá úr lífinu. Ég veit hvaða þýðingu fótbolti hefur fyrir mig og sá tími mun koma að ég verð 'stjórinn'."
Mourinho var að lokum spurður út í magnað met Liverpool sem hefur ekki tapað deildarleik á heimavelli síðustu þrjú tímabil, eða síðan í apríl 2017. Mourinho þekkir að spila vel á heimavelli eftir að hafa verið ósigraður í 150 heimaleikjum í röð hjá fjórum mismunandi félögum.
„Við getum gert Tottenham Stadium að vígi en við þurfum hjálp stuðningsmanna. Það er erfitt að búa til alvöru vígi án áhorfenda."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 30 | 22 | 7 | 1 | 70 | 27 | +43 | 73 |
2 | Arsenal | 30 | 17 | 10 | 3 | 55 | 25 | +30 | 61 |
3 | Nott. Forest | 30 | 17 | 6 | 7 | 50 | 35 | +15 | 57 |
4 | Chelsea | 30 | 15 | 7 | 8 | 54 | 37 | +17 | 52 |
5 | Man City | 30 | 15 | 6 | 9 | 57 | 40 | +17 | 51 |
6 | Newcastle | 29 | 15 | 5 | 9 | 49 | 39 | +10 | 50 |
7 | Aston Villa | 30 | 13 | 9 | 8 | 44 | 45 | -1 | 48 |
8 | Brighton | 30 | 12 | 11 | 7 | 48 | 45 | +3 | 47 |
9 | Fulham | 30 | 12 | 9 | 9 | 44 | 40 | +4 | 45 |
10 | Bournemouth | 30 | 12 | 8 | 10 | 49 | 38 | +11 | 44 |
11 | Brentford | 30 | 12 | 5 | 13 | 51 | 47 | +4 | 41 |
12 | Crystal Palace | 29 | 10 | 10 | 9 | 37 | 34 | +3 | 40 |
13 | Man Utd | 30 | 10 | 7 | 13 | 37 | 41 | -4 | 37 |
14 | Tottenham | 30 | 10 | 4 | 16 | 55 | 44 | +11 | 34 |
15 | Everton | 30 | 7 | 13 | 10 | 32 | 37 | -5 | 34 |
16 | West Ham | 30 | 9 | 7 | 14 | 33 | 50 | -17 | 34 |
17 | Wolves | 30 | 8 | 5 | 17 | 41 | 58 | -17 | 29 |
18 | Ipswich Town | 30 | 4 | 8 | 18 | 30 | 63 | -33 | 20 |
19 | Leicester | 30 | 4 | 5 | 21 | 25 | 67 | -42 | 17 |
20 | Southampton | 30 | 2 | 4 | 24 | 22 | 71 | -49 | 10 |
Athugasemdir