Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. ágúst 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þurfum jafngóða, ef ekki betri frammistöðu"
Grindavík - KA um næstu helgi
Túfa og Óli Stefán.
Túfa og Óli Stefán.
Mynd: Þorsteinn Magnússon
Það verður afar athyglisverður leikur í 19. umferð Pepsi Max-deildarinnar um næstu helgi.

Næstkomandi laugardag mætast KA og Grindavík á heimavelli síðarnefnda liðsins. Þetta verður fallbaráttuslagur suður með sjó. Grindavík er með 18 stig í 11. sæti og KA í tíunda sæti með þremur stigum meira.

Þetta verður ekki bara athyglisverður leikur fyrir þær sakir að þetta sé fallbaráttuslagur. Þjálfarar liðanna, Óli Stefán Flóventsson og Túfa höfðu félagaskipti síðasta vetur. Óli Stefán fór úr Grindavík í KA og Túfa fór úr KA í Grindavík.

Eftir markalaust jafntefli gegn toppliði KR í gær sagði Óli Stefán: „Það verður erfiður leikur og við þurfum að eiga jafngóða, ef ekki betri frammistöðu til að fá eitthvað út úr því verkefni."

Eftir 1-0 tap gegn Víkingum sagði Túfa: „Þetta eru allt hörkuleikir sem við höfum spilað í sumar. Í mörgum þessara leikja hefur vantað herslumuninn. Það eina sem við getum haft er trú."

Leikur Grindavíkur og KA er næsta laugardag klukkan 16:00.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner