Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 26. ágúst 2024 19:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alfreð leggur landsliðsskóna á hilluna
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfreð Finnborgason hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna en hann greindi frá því á X í kvöld.


Alfreð er 35 ára gamall framherji en hann lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslandshönd árið 2010 í æfingaleik gegn Færeyjum. Hann er hluti af gullkynslóðinni svokölluðu sem vann sér sæti á EM 2016 og HM 2018.

Hann skoraði fyrsta mark landsliðsins á HM þegar hann skoraði í 1-1 jafntefli gegn Argentínu í fyrsta leik riðlakeppninnar.

Hann lék 73 landsleiki og skoraði í þeim 18 mörk.

„Takk fyrir mig og þær frábæru minningar sem ég hef upplifað með íslenska landsliðinu síðustu 15 árin. Það er ótrúlega erfitt að kveðja eitthvað sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns, en ég finn það að tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar. Allar gleðistundirnar munu lifa með mér að eilífu, þar sem hápunktarnir voru auðvita að fara á EM 2016 og HM 2018 með vinum mínum. Upplifanirnar og ógleymanlegu augnablikin eru svo mörg, alveg eins og erfiðu tímanir sem er allt hluti af ferlinu sem mér þykir mjög vænt um. Það er ekkert sem hefur gert mig eins stoltan á ferlinum eins og að spila fyrir Ísland. Hjartans þakkir til allra þjálfara, starfsmanna og leikmanna sem hafa verið hluti af reisunni. Risa þakkir til stuðningsmanna íslenska landsliðsins fyrir stuðninginn og minningarnar saman út um allan heim! Þetta hefur verið geggjuð ferð, Áfram Ísland!

Alfreð Finnbogason" Skrifaði Alfreð á Instagram síðu sína.


Athugasemdir
banner