Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Di María ósáttur að vera ekki valinn: Í sama gæðaflokki og Neymar
Mynd: Getty Images
Angel Di María, framherji PSG, var ekki valinn í argentínska landsliðshópinn sem mætir Ekvador og Bólivíu í næsta landsleikjahlé.

Hinn 32 ára gamli Di María er miður sín vegna málsins. Hann á rúmlega 100 leiki að baki fyrir landsliðið enda hefur hann verið lykilmaður í feykilega sterku liði PSG undanfarin ár.

„Ég er orðlaus, ég get ekki útskýrt þetta. Ég hef alltaf sett landsliðið í forgang. Ég stend mig vel hjá félagsliðunum mínum því ég vil geta spilað fyrir landsliðið. Það er sérstaklega erfitt að skilja þetta því ég hef verið í frábæru formi að undanförnu," sagði Di María, sem greindist með Covid-19 í byrjun september en hefur síðan þá byrjað að spila aftur.

„Er ég of gamall því ég er 32 ára? Þá þurfum við að skipta út hálfu liðinu. Messi ætti þá ekki að fara og Otamendi ekki heldur. Fólk segir að ég sé gamall en ég hleyp ennþá jafn hratt og er ennþá í sama gæðaflokki og Mbappe og Neymar.

„Ég hef verið í frábæru formi í eitt og hálft ár án þess að fá landsliðskall. Ég mun halda áfram að sanna að ég á heima í landsliðinu, ég þrái að spila fyrir Argentínu af öllu hjarta. Í hvert skipti sem ég spila góðan leik eða bæti mig sem leikmaður er ég að hugsa um landsliðið.

„Það er satt að ég hef verið í landsliðinu í tólf ár en þetta er draumur minn og ég vil halda áfram að lifa hann."


Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, svaraði Di María skömmu eftir ummælin.

„Það veldur mér ekki áhyggjum að hann sé pirraður, ég er ánægður með það. Landsliðið sannaði eftir Copa America að það virkar mjög vel án Di María. Liðið er að gera góða hluti og ég mun ekki breyta neinu á meðan það gengur vel. Di María er ekki partur af hópnum í þetta sinn en hann á ennþá góða möguleika á að vera partur af liðinu," sagði Scaloni.
Athugasemdir
banner
banner
banner