Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 17:11
Baldvin Már Borgarsson
Siggi Höskulds: Blóðtaka fyrir öll lið að missa Vuk
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavíkur var sáttur með sína menn eftir 3-0 sigur á Aftureldingu fyrr í dag.

Leiknir er í svakalegri toppbaráttu um að komast upp í Pepsi Max deildina en þeir sitja í 2. sæti Lengjudeildarinnar með 36 stig, jafn mörg og Fram en betra markahlutfall.

„Gríðarlega ánægður með þessa frammistöðu og sérstaklega hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn, við náðum að stjórna leiknum og það var mjög ánægjulegt, frábær þrjú stig.''

Hvernig lagði Siggi upp leikinn?

„Við ætluðum að pressa þá á ákveðinn hátt, við ætluðum að pressa þá á ákveðnum stöðum, við ætluðum að sækja hratt á þá og við ætluðum að stýra leiknum á boltanum ef þeir myndu leggjast niður, það hefði getað gengið betur en heilt yfir vorum við mjög flottir.'' Sagði Siggi án þess að vilja gefa of mikið upp um leikplan liðsins.

Leiknir er í harðri toppbaráttu, hvernig horfir Siggi á töfluna?

„Þetta verður bara barátta fram á síðasta leik, það er bara mjög skemmtilegt. Það er fullt af stigum í pottinum ennþá og þetta verður eins og ég sagði barátta fram á síðasta leik.''

Vuk var frábær í dag en hann verður væntanlega ekki með Leikni á næsta tímabili en hann hefur samið við FH, hversu mikil blóðtaka verður það fyrir Leikni?

„Það yrði blóðtaka fyrir öll lið að missa Vuk, en við finnum útúr því.''

Því miður klikkaði myndbandsupptakan og því ekki hægt að horfa á viðtalið við Sigga.
Athugasemdir
banner
banner
banner