Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 14:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Auðvitað væri ég til í að stýra Man Utd aftur
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmaður og stjóri Manchester United, hélt fyrirlestur í Osló í dag.

Hann fékk spurningu úr sal á fyrirlestrinum, hann var spurður hvort hann myndi segja já ef hann fengi aftur tækifæri til að taka við sem stjóri Man Utd.

„Ég er ekki hrifiinn af því að tala um stöður þar sem menn eru í starfi, en já, auðvitað myndi ég gera það," sagði sá norski.

Solskjær er 51 árs og var stjóri hjá United á árunum 2018-2021. Hann tók við af Jose Mourinho en var látinn fara eftir erfiða byrjun á tímabilinu 2021/22.

Hann var leikmaður United á árunum 1996-2007 og átti stóran þátt í því að Man Utd varð Evrópumeistari 1999.

Erik ten Hag er stjóri United í dag. Hollendingurinn fékk traustið áfram síðasta vor en United hefur ekki farið vel af stað á þessu tímabili.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner