Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. nóvember 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Carragher og Neville völdu lið áratugarins í ensku úrvalsdeildinni
Gareth Bale er í liðinu hjá Jamie Carragher
Gareth Bale er í liðinu hjá Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Ensku sparkspekingarnir Jamie Carragher og Gary Neville völdu í gær lið áratugarins í ensku úrvalsdeildinni en þeir voru sammála um átta leikmenn í liðinu.

Spænski markvörðurinn David De Gea er í markinu hjá liðunum þeirra en hann hefur verið einn allra besti markvörður deildarinnar undanfarinn áratug og unnið ensku úrvalsdeildina einu sinni.

Þeir voru einnig sammála um varnarlínuna en þar má finna þá Pablo Zabaleta, Vincent Kompany, Virgil van Dijk og Cesar Azpilicueta.

Zabaleta og Kompany voru gríðarlega mikilvægir í varnarlínu Man City en þeir sömdu við félagið ári 2008. Zabaleta fór til West Ham árið 2017 en Kompany yfirgaf City og samdi við Anderlecht eftir síðasta tímabil.

Van Dijk var einnig pláss í liðinu hjá þeim en hann hefur verið einn besti varnarmaður deildarinnar síðustu tvö tímabil. Hann spilaði þá með Southampton frá 2015 til 2018 þar sem hann var lykilmaður og þá er Azpilicueta síðasti maður inn í vörnina fyrir árangur hans með Chelsea.

Þeir völdu þriggja manna miðju. Báðir voru með Yaya Toure og David Silva á tíma þeirra með Manchester City en svo valdi Neville belgíska vængmanninn Eden Hazard með þeim á meðan Carragher valdi N'Golo Kanté.

Framherjavalið var svo áhugavert. Carragher valdi þar Sergio Aguero, Eden Hazard og Gareth Bale en Neville valdi fyrrum liðsfélaga Carragher hjá Liverpool, Luis Suarez, og þá Aguero og Harry Kane.


Athugasemdir
banner
banner
banner