fim 26. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferdinand varð fyrir rasisma er hann auglýsti heimildarmynd sína
Mynd: Getty Images
Anton Ferdinand, fyrrum varnarmaður West Ham, QPR og Sunderland, hefur orðið fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum vegna nýrrar heimildarmyndar sem hann stendur fyrir.

Ferdinand auglýsti nýja heimildarmynd sem hann stendur fyrir, en myndin snýr að kynþáttafordómum sem hann hefur orðið fyrir. Hann auglýsti myndina á Instagram og varð í kjölfarið fyrir kynþáttafordómum.

Ferdinand skrifaði: „Í heimildarmyndinni fjalla ég um kynþáttafordóma í fótbolta, ég tala um mína reynslu í fyrsta sinn og hvað hægt sé að gera til að hjá fótboltamönnum sem eru að koma upp í dag."

Fylgjandi hans svaraði með 'emoji' af banana og apa.

Ferdinand varð fyrir meintum kynþáttafordómum frá John Terry í leik QPR og Chelsea árið 2011. Terry var sýknaður í málinu fyrir rétt, en fékk 220 þúsund punda sekt og fjögurra leikja bann frá enska knattspyrnusambandinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner