Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann pirraður: VAR örugglega að fylgjast með öðrum leik
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, var mjög óhress eftir 1-0 tap gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.

Leipzig tapaði leiknum 1-0 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem Neymar tók. Angel Di Maria fiskaði vítaspyrnuna.

Nagelsmann er á því að dómarinn hafi gert mistök, vítaspyrnan hafi ekki verið réttur dómur.

„Ég held að Paris hafi ekki fengið alvöru færi í leiknum. Vítaspyrnan var brandari," sagði pirraður Nagelsmann í leikslok og hélt áfram:

„Að þessi ákvörðun sé tekin í Meistaradeildinni, það er mjög sorglegt. Þetta var dýfa, það var engin snerting. VAR var örugglega að fylgjast með öðrum leik."

Rætt var um atvikið í Meistaradeildarmörkunum og þar voru menn sammála Nagelsmann.

RB Leipzig er með sex stig, eins og PSG þegar tvær umferðir eru eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Manchester United er á toppi riðilsins með níu stig. Leipzig er á eftir PSG á innbyrðis viðureignum, og því þarf liðið að vinna sína leiki og treysta á að PSG misstígi sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner