Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 25. nóvember 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Enginn af okkur er sannfærður um að þetta sé rétt"
Angel Di Maria.
Angel Di Maria.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain vann 1-0 sigur á RB Leipzig þegar liðin áttust við í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Eina mark leiksins skoraði Brasilíumaðurinn Neymar af vítapunktinum. Vítaspyrnan sem PSG fékk var býsna ódýr. Angel Di Maria fór niður í teignum og dómari leiksins benti á vítapunktinn.

Myndband at atvikinu má sjá hérna.

Umræða var um dóminn í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport. „Enginn af okkur er sannfærður um að þetta sé rétt," sagði Guðmundur Benediktsson.

„Það er kannski einhver smá snerting þarna, en þetta er ekkert víti," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH.

Þetta var afar mikilvægur sigur fyrir PSG. Núna er liðið með sex stig, eins og RB Leipzig. Man Utd er á toppi riðilsins með níu stig þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner