
Frakkland og Danmörk áttust við í 2. umferð D-riðils á HM.
Frakkar unnu 2-1 og eru á toppnum með 6 stig en Danmörk með aðeins 1 stig. Frakkland hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum en Danir fara í úrslitaleik gegn Áströlum.
Kylian Mbappe kom Frakklandi yfir á 61. mínútu en Danir svöruðu vel og Andreas Christensen jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar. En Mbappe skoraði annað mark sitt og tryggði Frökkum sigurinn.
Mbappe sá um að skjóta heimsmeisturunum í 16 liða úrslit, fyrstum liða á HM í Katar. Danir eru á leið í úrslitaleik við Ástralíu um að komast áfram. pic.twitter.com/Kw8R9Tz9dD
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2022
Athugasemdir