Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 10:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór dómnefnd valdi þá hundrað bestu í heiminum
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Argentínski snillingurinn Lionel Messi var besti fótboltamaður í heimi að mati dómnefndar Guardian.

Guardian setti saman stóra dómnefnd sem samanstóð af leikmönnum, þjálfurum og fjölmiðlamönnum. Á meðal þeirra sem tóku þátt í valinu voru Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, og Víðir Sigurðsson hjá Morgunblaðinu.

Dómnefndin valdi Messi sem besta fótboltamann í heimi en hann varð heimsmeistari með Argentínu í desember síðastliðnum. Hann fullkomnaði magnaðan feril með því.

Í öðru sæti var Kylian Mbappe, sem var einnig stórkostlegur á HM, og í þriðja sæti var Karim Benzema, sem vann Ballon d'Or verðlaunin í fyrra.

Hægt er að sjá listann með því að smella hérna en það er óhætt að segja að listinn sé mjög litaður af HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner