Sverrir Páll Hjaltested gekk í raðir Kórdrengja á láni frá Val á dögunum. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir að skiptin gengu í gegn.
Það vakti athygli síðasta sumar þegar Heimir Guðjónsson þjálfari Vals sagði að Sverrir hafi borðað stærstu túnfisksamloku sem hann hafði séð. Sverrir var beðinn um að segja frá því atviki í viðtalinu.
Sjá einnig:
„Borðaði stærstu túnfisksamloku sem ég hef nokkurn tímann séð"
„Ég er með ofnæmi fyrir kjúklingi og það var kjúlli í matinn á þessum leikdegi þannig ég fór á þjálfaraborðið og fékk mér túnfisksalatið hjá þjálfurunum, þetta er rétt hjá honum en hann ýkti þetta aðeins maðurinn."
Kjúklingur er hollur og mjög vinsæll meðal íþróttafólks, er ekkert vesen að vera með ofnæmi fyrir kjúkling sem fótboltamaður?
„Nei, maður borðar bara fisk, kjöt og grænmeti, það er ekkert vesen."
Sverrir hugsar vel um útlitið
Félagarnir í hlaðvarpsþættinum Steve Dagsskrá þeir Andri Geir og Vilhjálmur Freyr hafa talað um að Sverrir hugsi mikið um útlitið. Er það satt?
„Já, ég myndi alveg taka undir það, ég hugsa alveg um útlitið, mér finnst að allir ættu að gera það. Ég sleppti mottunni í ár, þeir fengu mottu í fyrra."



