Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 12:21
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði gegn gömlu félögunum
Kristian Nökkvi fagnar marki sínu gegn Ajax
Kristian Nökkvi fagnar marki sínu gegn Ajax
Mynd: EPA
Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Twente gegn sínum gömlu félögum í Ajax nú rétt í þessu en Twente leiðir, 1-0.

Landsliðsmaðurinn kom til Twente frá Ajax í sumar eftir að hafa eytt síðustu leiktíð á láni hjá Spörtu Rotterdam.

Kristian spilaði stóra rullu í Ajax-liðinu tímabilið 2023-2024, þar sem hann skoraði átta mörk í öllum keppnum, en hlutverk hans minnkaði til muna fyrri hluta síðustu leiktíðar áður en hann var lánaður til Spörtu í janúar.

Í sumar seldi Ajax hann til Twente þar sem hann hefur verið að gera flotta hluti.

Það var auðvitað skrifað í skýin að hann myndi skora gegn gömlu félögunum í dag en mark hans kom eftir hornspyrnu á 4. mínútu. Hinn 17 ára gamli Ruud Nijstad skallaði boltann til Kristians sem skallaði hann í nærhornið.

Þetta var annað mark hans í deildinni á þessari leiktíð og í annað sinn sem hann skorar gegn gömlu félögum, en fyrra markið gerði hann gegn Spörtu í síðasta mánuði.

Sjáðu markið hjá Kristian
Athugasemdir
banner