Manchester United hefur ekki unnið í síðustu fimm deildarleikjum eftir dramatískt jafntefli gegn Bournemouth í dag þar sem Rasmus Höjlund bjargaði stigi fyrir liðið.
„Við fengum fullt af svipuðum tækifærum í kringum teiginn. Við áttum skilið í það minnsta stig. Þetta hefur verið svona í síðustu leikjum, við gerum eitthvað til að hjálpa andstæðingnum að ná yfirhöndinni. Þá verður mjög erfitt að skora en leikmennirnir gerðu vel að ná í stig," sagði Amorim.
Man Utd var manni fleiri síðustu tuttugu mínúturnar eftir að Evanilson fékk að líta rauða spjaldið.
„Við getum gert litlu hlutina betur. Við þurfum að átta okkur á þessum augnablikum. Ef þú skoðar síðustu tuttugu mínúturnar þá fengum við færi sem er mjög mikilvægt," sagði Amorim.
Athugasemdir