Rúben Amorim þjálfari Manchester United svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær fyrir leik Rauðu djöflanna gegn Bournemouth sem fer fram í dag.
Hann fór víðan völl og ræddi meðal annars um Casemiro og Rasmus Höjlund.
„Ekkert er skrifað í stein þegar kemur að mér, leikmenn geta alltaf fengið mig til að skipta um skoðun. Það getur allt gerst, Casemiro er besta dæmið um það," sagði Amorim.
„Hann spilaði ekki mikið fyrir mig í byrjun en núna er hann mikilvægur hlekkur. Ég er ekki þessi tegund af þjálfara sem getur ekki skipt um skoðun."
Þegar kemur að Höjlund telur þjálfarinn að framherjinn sé að hugsa alltof mikið um að skora, en hann er aðeins kominn með 8 mörk í 45 leikjum á tímabilinu. Hann telur að mörkin munu koma ef Höjlund missir ekki trú á sjálfum sér.
„Framherjar þurfa að skora mörk og það er okkar hlutverk að hjálpa honum að skora. Hann er að reyna mjög mikið að skora og hann þráir þetta svo mikið að það gerir hlutina erfiðari fyrir hann.
„Hann skapaði eina góða stöðu gegn Wolves og er að bæta sig í litlu hlutunum. Mörkin munu koma."
Athugasemdir