Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti neitaði að tjá sig um dómarann: Gæti farið frá Real
Mynd: EPA
Mynd: Af netinu
Carlo Ancelotti gaf stutt svör eftir 3-2 tap Real Madrid gegn Barcelona í úrslitaleik spænska konungsbikarsins gærkvöldi.

Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og tókst Börsungum að gera sigurmark í framlengingu. Fyrsta mark sem Barcelona skorar í framlengingu gegn Real Madrid síðan 1916.

„Við stjórnuðum seinni hálfleiknum og gerðum allt í okkar valdi til að sigra leikinn, en það tókst ekki. Ég get ekki gagnrýnt leikmenn, við gerðum okkar besta," sagði Ancelotti meðal annars eftir tapið, en Real Madrid tók forystuna á 77. mínútu áður en Ferran Torres jafnaði sjö mínútum síðar til að knýja leikinn í framlengingu.

„Ég er sár eftir þennan leik, þetta var svo tæpt. Við vorum svo nálægt því að sigra. Núna fer öll okkar einbeiting og orka í að sigra La Liga."

Ancelotti var spurður út í framtíðina hjá Real en neitaði að gefa skýr svör.

„Ég gæti verið áfram hjá Real Madrid eða kannski farið annað, við verðum að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem ég mun hugsa næstu vikur, en ekki í dag.

„Ég neita að tjá mig um dómgæsluna í úrslitaleiknum."

Athugasemdir
banner
banner
banner