Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 16:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bournemouth ætlar að áfrýja rauða spjaldinu
Mynd: EPA
Bournemouth var hársbreidd frá því að næla í sigur gegn Man Utd í dag en United tókst að jafna seint í uppbótatíma manni fleiri.

„Þetta er pirrandi því þessi tvö stig eru risastór. Þetta breytir stöðunni okkar í deildinni," sagði Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, eftir leikinn.

Brasilíski framherjinn Evanilson fékk að líta rauða spjaldið þegar 20 mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

„Allir sem hafa spilað fótbolta vita að hann rann. Dómarinn telur í augnablikinu að þetta sé ekki rautt. Við munum áfrýja þessu en það skiptir ekkii máli. Þetta eru tvö töpuð stig," sagði Iraola.

Sjáðu rauða brotið hér

Athugasemdir
banner
banner