Brasilíska sambandið reynir allt til að sannfæra Carlo Ancelotti að taka við brasilíska landsliðinu.
„Ég gæti verið áfram hjá Real Madrid eða kannski farið annað, við verðum að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem ég mun hugsa næstu vikur, en ekki í dag," sagði Ancelotti eftir tap Real Madrid gegn Barcelona í úrslitum spænska bikarsins í gær.
Brasilíski viðskiptajöfurinn Diego Fernandes var mættur á leikinn í gær en hann sér um viðræðurnar við Ancelotti fyrir hönd brasilíska sambandsins.
Fernandes er að reyna sannfæra Ancelotti um að taka við brasilíska landsliðinu um leið og tímabilinu lýkur á Spáni. Það þýðir að Ancelotti yrði ekki við stjórnvölin þegar Real Madrid tekur þátt á HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar.
Athugasemdir